Bakari, leikari og íhaldsmaður - a podcast by olibjorn

from 2019-11-22T11:05:58

:: ::

Guðjón Sigurðsson bakarameistari var ekki hár í lofti en samsvaraði sér ágætlega, snaggaralegur og kvikur í hreyfingum, glaðlegur og hressilegur í framkomu, fundvís á spaugilegar hliðar lífsins. Einstakur sögumaður þar sem meðfæddir leikhæfileikar fengu útrás.



Guðjón fæddist á Mannskaðahóli í Hofshreppi 3. nóvember 1908. Hann átti og rak Sauðárkróksbakarí í áratugi. Guðjón bakari var leikari af guðs náð og átti góðar samvistir við leiklistargyðjuna, ekki síst þegar hann fékk að njóta sín í gamanleik. Þar fékk léttlyndi og kímnigáfa hans að njóta sín. En hann hafði alla tíð ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og sjálfstæðismaður inn að beini og átti erfitt með að skilja hvernig nokkur maður gæti verið annað. 



Hér er sagt lítillega frá manni sem var af kynslóð sem lagði grunninn að því samfélagi velferðar sem Íslendingar búa við þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. Hann byggði upp glæsilegt iðnfyrirtæki í litlu bæjarfélagi og lét ekki áföll drepa sig niður.

Further episodes of Óli Björn - Alltaf til hægri

Further podcasts by olibjorn

Website of olibjorn