Viðskiptafrelsi, sjálfstæði atvinnurekandinn og klípukapítalismi - a podcast by olibjorn

from 2020-03-07T15:30:54

:: ::

Á meðan stjórnmálamenn (og embættismenn ekki síður) hafa jafnmikil áhrif á efnahagslífið og almennar leikreglur og raun ber vitni verða alltaf til fyrirtæki sem þeir telja „kerfislega mikilvæg“. Vegna þessa sé ekki aðeins nauðsynlegt að hafa með þeim eftirlit heldur ekki síður að búin sé til formleg eða óformleg bakábyrgð á rekstri þeirra. Ábyrgðina veita skattgreiðendur án þess að hafa nokkuð um það að segja.


Sagan geymir fjölmörg dæmi frá flestum Vesturlöndum þar sem skattgreiðendur hafa fengið reikninginn fyrir „björgunaraðgerðum“ ríkisins – ekki aðeins þegar björgunarhring hefur verið hent út til fjármálafyrirtækja heldur einnig annarra stórfyrirtækja. „Kerfislega mikilvæg“? Kannski. En alveg örugglega pólitískt mikilvæg fyrir ráðandi öfl.


Ég ætla að fjalla aðeins um viðskiptafrelsi, samkeppni, sjálfstæða atvinnurekandann, hætturnar sem fylgja skattalegum ívilnunum, fyrirgreiðslu stjórnmálamanna, og klíkukapítalisma

Further episodes of Óli Björn - Alltaf til hægri

Further podcasts by olibjorn

Website of olibjorn