Spádómsgáfa og speki fugla - a podcast by RÚV

from 2018-04-29T17:25

:: ::

Þáttur um íslenskt mál. Lómur og himbrimi eru taldir spá fyrir um veður, hrossagaukur um hvernig fólki farnast. Mestur spáfugl er þó hrafninn sem oftast er talinn feigðarboði en á það til að bjarga lífi þess sem gerir vel við hann eins og máltækið guð launar fyrir hrafninn er til marks um. Í grein eftir Guðmund Friðjónsson frá Sandi í Aðaldal sem nefnist Hvernig skapast kvæði og sögur? og birtist í Andvara 1937 segir meðal annars frá raunum skáldsins sem vill yrkja þannig að bragð sé að og að þorri manna hafi mjög óljósar hugmyndir um hvað það tekur mikið á að yrkja gott kvæði. Guðmundur endursegir meðal annars greinargerð Edgars Allans Poe um hvernig kvæði hans Hrafninn kom til, eitt þekktasta kvæði sem ort hefur verið. Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir.

Further episodes of Orð af orði

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV