Hún hafði aldrei séð nokkurn hlut jafn fagran - a podcast by RÚV

from 2018-03-11T12:03

:: ::

Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Tómas Oddur Guðnason er 11 ára nemandi í Melaskóla. Í þessum þætti les hann úr grein sem birtist í Morgunblaðinu 29. nóvember 1918 og fjallaði um Barnahælið sem sett var upp í Barnaskóla Reykjavíkur í spænsku veikinni. Enginn er skrifaður fyrir greininni en ritstjóri blaðsins á þessum tíma var Vilhjálmur Finsen. Þess má geta að John Fenger sem minnst er á í greininni var heildsali og stórkaupsmaður og var jafnframt ráðsmaður á hælinu. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Further episodes of R1918

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV