Mikið úrval af hári - a podcast by RÚV

from 2018-04-13T12:03

:: ::

Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar starfar sem bókasafns- og upplýsingafræðingur á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Í þessum þætti les hún auglýsingu frá Kristólínu Kragh sem var fyrst íslenskra kvenna til að læra hárgreiðslu, hárkollugerð og hand- og fótsnyrtingu í Kaupmannahöfn. Hárgreiðslu- og snyrtistofan hennar var fyrst sinnar gerðar í Reykjavík þegar hún var opnuð árið 1913 en hún vann síðar með Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu ásamt því að reka stofu sína til ársins 1946 og stofna Meistarafélag hárgreiðslukvenna 1931. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Further episodes of R1918

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV