Nú eru þrír af drengjum mínum komnir í stríðið - a podcast by RÚV

from 2018-02-01T12:03

:: ::

Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Stefán Halldórsson er rekstrarhagfræðingur og félagsfræðingur að mennt en fæst við verkefnastjórnun, auk kennslu um ættfræði. Í þessum þætti les hann úr bréfi Jóns Kristjánssonar til Ásgeirs Guðmundssonar í Æðey. Jón Kristjánsson fór til Vesturheims 1891 en sneri aftur til Íslands 1914 og bjó í Reykjavík, á Vesturgötu 50 þegar bréfið er ritað 1918. Jón var þríkvæntur og eignaðist 13 börn. Fjórir af sonum hans tók þátt í fyrri heimstyrjöldinni og lést einn þeirra á vígvellinum. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson.

Further episodes of R1918

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV