Á hvað hlustar Margrét drottning? - a podcast by RÚV

from 2018-02-25T16:05

:: ::

Rokkland hefur ekki hugmynd um það en dönsk tónlist er samt í aðalhlutverki í Rokklandi dagsins. Í seinni hluta þáttarins koma við sögu hljómsveitir og listamenn eins og Kim Larsen, Roberta Flack, Kim Carnes, Led Zeppelin, Santana og George Harrison sem hefði orið 75 ára í dag ef hann hefði lifað. En í fyrri hlutanum er það herraþjóðin okkar gamla Danmörk og Dönsk tónlist, danskt popp og rokk og eitthvað í þá veru. Trúnó eru fjórir þættir sem Anna Hildur Hildibrandsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri Útón og Nomex (Nordic Music Export var að gera) Hún er framleiðandi og hún tekur viðtölin við tónlistarkonurnar fjórar sem þættirnir fjalla um. Þessar fjórar konur eru; Ragga Gísla, Lay Low, Sigríður Thorlacius og Emiliana Torrini. Í þessum 40 mínútna þáttum segja þær frá sér og tónlistinni - og segja frá allskonar hlutum sem þær hafa aldrei talað um áður - og /eða fara dýpra í það. Andrea Jónsdóttir vinkona okkar kemur svo við sögu í öllum þáttunum. Ég ætla að segja aðeins frá þessu betur í þættinum. Carsten Holm heitir kollegi minn hjá danska útvarpinu DR P6BEAT. Hávaxinn maður með sítt hár og sítt skegg, lítur út eins og hálfgerður risi, víkingarisi kannski. Hann er þekktur í Danmörku fyrir sitt sérstaka útlit, síða hárið og skeggið, en ekki síður fyrir útvarpsþættina sem eru orðnir ótrúlega margir. Carsten skemmtir dönum á föstudags, laugardags og sunnudags-morgnum frá 10-12. Við Carsten höfum verið að rekast hver á annan á tónlistarhátíðum í meira en 20 ár, fyrst og fremst á Hróarskeldu. Við hittumst núna í janúar á Eurosonic Festival í Hollandi og þar sem hátíðin lagðií ár áherslu á Danska tónlist bað ég Carsten um að setja sig í sérfræðings-stellingar , setjast niður með mér og segja mér frá því sem er að gerast í danskri tónlist. Það voru 22 danskar hljómsveitir á Eurosonic í ár og ég bað hann um að velja nokkrar þeirra og ákveðin lög með þeim fyrir Rokkland. Ein af þeim er D/troit -

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV