Bestu erlendu plöturnar 2019? - a podcast by RÚV

from 2020-01-12T16:05

:: ::

Áramót eru tími uppgjöra, þá er gott að staldra við og hugsa málið, spá í hvað vel var gert á árinu sem leið og hvað var ekki alveg jafn gott og skemmtilegt. Menn strengja áramótaheit, skella sér í ræktina eftir jólasukkið, lofa bót og betrun og það alltsaman - þið þekkið þetta. Í þessum öðrum Rokklandsþætti nýs árs spilar umsjónarmaður lög af nokkrum erlendum plötum sem honum þykja standa uppúr eftir síðasta ár, og í raun eru þetta mestmegnis plötur sem átti alltaf að gefa smá pláss í Rokklandi en svo kom bara alltaf eitthvað annað og tók það pláss. Það verða spilum 1-2 eða 3 lög af þessum plötum sem eru fjölbreyttar og héðan og þaðan en eiga það allar sameiginlegt að þær vöktu áhuga umsjónarmanns á árinu og honum þykja skemtilegar og eða áhugaverðar - þetta eru KANNSKI bestu plötur ársins 2019. Þetta eru t.d. Ghosteen með Nick Cave og Bad Seeds, Kiwanuka með Michael Kiwanuka, Dogrel með Fontains D.C. - Amyl and the Sniffers með Amyl and the sniffers, Western Stars með Burce Springsteen, Colorado með Neil Young og Crazy Horse, Shepherd in a Sheepskin Vest með Bill Callahan (Smog), Jamie með Britanny Howard, Reward með Cate Le Bon, The Highwomen með The Highwomen, og Two hands með Big Thief. Hlustið og þér munið heyra.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV