Ekki þessi leiðindi - Bogomil Font og Milljónamæringarnir - a podcast by RÚV

from 2019-04-21T16:05

:: ::

Í mars 1993 var tekin upp á BALLI í Hlégarði í Mosfellsbæ fyrsta og eina BALL-plata íslenskrar tónlistarsögu. Aldeilis stórskemmtileg plata sem heitir Ekki þessi leiðindi og er með Bogomil Font og Milljónamæringunum. Fyrsta plata Millanna og eina platan þeirra þar sem Bogomil Font er söngvari. Platan er 26 ára um þessar mundir og af því tilefni og vegna þess að það eru páskar fékk ég þá Steingrím Guðmundsson trommara og söngvarann Bogomil (Sigtrygg Baldursson) til að heimsækja Rokkland og við ætlum í Rokklandi á páskadag að hlusta saman á alla plötuna. Ekki þessi leiðindi!

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV