Guðmundur R. og Brek - a podcast by RÚV

from 2020-05-31T16:05

:: ::

Guðmundur Rafnkell Gíslason sem sumir þekkja sem söngvara hljómsveitarinnar Sú Ellen frá Neskaupsstað er gestur Rokklands í dag. Guðmundur sendi fyrir skemmstu frá sér þriðju sólóplötuna sína - Sameinaðar sálir. Hún var plata vikunnar á Rás 2 og fékk ágæta dóma hjá Andreu og Arnari Eggert. Við ætlum að heyra nokkur lög af plötunni í þættinum í dag og ég ætla að spjalla við Guðmund um tónlistina og fleira, en eitt af lögum plötunnar er eitt af mest spiluðu lögunum á Rás 2 um þessar mundir. Í seinni hluta þáttarins kynnumst við svo nýrri íslenskri hljómsveit sem heitir Brek, heyrum nokkur lög sem sveitin tók upp á fámennum tónleikum í Norræna húsinu laugardaginn fyrir viku. Brek er „folk-band“ - spilar akústíska þjóðlagatónlist og sumir sem hafa heyrt hafa líkt sveitinni við Spilverk Þjóðanna. Brek ætlar að spila eins mikið og hægt er á næstunni, og næstu tónleikar verða á hinum nýenduropnaða Café Rosenberg, (ásamt Svavari Knúti), fimmtudaginn 4. júní næstkomandi, en Café Rosenberg er að opna þar sem Fríða Frænka var áður á Vestugötunni í Reykjavík.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV