Hörður Torfa og Dropar, Wolf Alice og Billy GIbbons - a podcast by RÚV

from 2021-06-13T16:05

:: ::

Í Rokklandi í dag kynnumst við hljómsveitinni Wolf Alice en nýja platan þeirra; Blue Weekend, sem er fjórða plata sveitarinnar fór beina leið á toppinn á Breska vinsældalistanum þegar hún kom út í vikunni sem leið. Billy Gibbons úr ZZ Top var líka að senda frá sér plötu í síðustu viku ? þriðju sólóplötuna sína. Hún heitir Hardware og er bara nokkuð skemmtileg. Hún fór beint í 18. Sæti breska listans og við heyrum nokkur lög af henni í dag. Svo í seinni hlutanum kemur Hörður Torfason í heimsókn en hann var að senda frá sér plötu sem er eingöngu til á vilyl og heitir Dropar. Hún er 25. platan hans ? sú fyrsta kom út fyrir hálfri öld. Þetta eru eiginlega 12 baráttusöngvar, allt upptökur síðan 2010 sem Hörður var hálfpartinn búinn að gleyma. Hann segir okkur frá og við heyrum nokkur lög af plötunni.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV