Jazz fyrir byrjendur - a podcast by RÚV

from 2020-08-30T16:05

:: ::

Jazzhátíð í Reykjavík stendur yfir þessa dagana - hófst í gær og stendur til næsta laugardags. Þar er ýmislegt áhugavert á dagskránni - flott prógramm fyrir þá sem hafa gaman af Jazzmúsík - og í tilefni af Jazzhátíð ákvað ég að gera það sem ég hef ætlað mér í nokkur ár sem er að tala um Jazz í Rokklandi. Hvað er jazz? Hvaðan kemur hann? Hver hlustar á hann og er eitthvað í þetta varið? Hverjir eru helstu persónur og leikendur? Gestur Rokklands í dag og sá sem ætlar að leiða okkur um undraveröld jazz-heima er einn helsti Jazzmaður þjóðarinnar - útvarps og blaðamaðurinn og Jazz-spesíalistinn Vernharður Linnet.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV