Jónas og Milda hjartað - a podcast by RÚV

from 2018-12-02T16:05

:: ::

Jónas Sigurðsson hefur verið einn vinsælasti og mest áberandi tónlistarmaður landsins undanfarinn áratug. Hann hefur átt fjölmara smelli hérna hjá okkur í útvarpinu og nýjasta platan hans; Milda Hjartað, er fjórða breiðskífan sem hann sendi frá sér. Fyrsta platan; Þar sem malbikið svífur mun ég dansa, kom út 2007, Allt er eitthvað 2010, og Þar sem himin ber við haf 2012. Allt eru þetta stórfínar plötur, og sú nýja er þar ekki undanskilin. Eins og alltaf er Jónas með topp mannskap með sér á plötunni; Arnar Gíslason á trommur, Guðni Finnsson á bassa, Ómar Guðjónsson á gítar og Tómas Jónsson á píanó. Stjórn upptöku og upptaka var í höndum Ómars Guðjónssonar, Bassa Ólafssonar og Jónasar, en hljóðblöndun gerðu þeir Árni Bergmann Jóhannsson í Klitmøller í Danmörku og Guðmundur Kristinn Jónsson. Fyrsta lagið af plötunni sem Jónas sleppti út í heiminn heitir Dansiði, og það fór á dögunum í toppsæti vinsældalista Rásar 2. Jónas er gestur Rokklands að þessu sinni og segir frá plötunni og pælingunum á bakvið hana. Mark Knopfler fyrrum leiðtogi Dire Straits var líka að senda frá sér plötu. Hún heitir Down the road Wherever og er níunda sólóplatan hans. Mark á sjálfur útgáfufyrirtækið sem gefur út. Það heitir Grove og Universal/Virgin EMI dreyfir. Platan kom út á CD, deluxe CD, 2LP og í lúxus pakkningu, en þar er bæði vinill og deluxe CD, og líka fjögurra laga vinyl EP með aukalögum og fleira dót. Sumir láta sér Spotify duga en aðrir vilaj allan pakkann, allt sem hægt er að fá. Við heyrum lög af plötunni hans Mark í þættinum og líka lög af nýrri jólaplötu frá Eric Clapton.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV