Lauryn Hill snýr aftur - a podcast by RÚV

from 2018-04-22T16:05

:: ::

Lauryn Hill úr hljómsveitinni The Fugees er á leiðinni í tónleikaferð um Bandaríkin í sumar þar sem hún ætlar að halda upp á 20 ára afmæli fyrstu og einu sólóplötunar sinnar; The Miseducation of Lauryn Hill. Eftir að hafa gefið út tvær plötur með Fugees sem þeyttu henni og félögum hennar, þeim Wyclef Jean og Praz MIchael upp á stjörnuhimininn sagði hún skilið við Fugees og gerði sólóplötu árið 1998. Platan sló í gegn, seldist vel og sópaði að sér verðlaunum og er í dag orðin klassík - plata sem skiptir máli í poppsögunni. Undanfarin 20 ár hefur gengið á ýmsu hjá Lauryn Hill. Hún hefur haldið sig að mestu utan sviðsljóssins, hefur ekki gert aðra plötu í stúdíói en sent frá sér lag og lag undanfarin ár. Hún hefur leikið í nokkrum kvikmyndum en hún hefur líka hafnað mörgum stórum hlutverkum í stórmyndum. Lauryn lenti í vandræðum með skattamál og þurfti að sitja í fangelsi í nokkra mánuði fyrir nokkrum árum vegna þess. Hún á 6 börn, þar af 5 með Rohan Marley sem er einn af sonum Bob´s Marley - yngsta barnið á hún með öðrum manni. En hvað gerðist? Hvernig atvikaðist það að þessi hæfileikaríka unga kona gerði bara þessa einu plötu og sagði svo næstum skilið við músíkina, eða kannski frekar músík-bransann fyrir öllum þessum árum. Rokkland reynir að finna út úr því í dag. U2, Tamino, Prince og Gryff Rhys koma líka við sögu.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV