Neil Young - Homegrown ofl - a podcast by RÚV

from 2020-08-23T16:05

:: ::

Við ætlum að koma víða við í þessum fyrsta Rokklandsþætti eftir sumarfrí og heyra heilmikið af nýrri músík sem hefur verið að koma út undanfarna daga með fólki eins og Volcanova, Sólstöfum, The Clockworks frá Galway á Írlandi, Ariönnu Ferro, Angurværð, Kristínu Sesselju og Sigríði Guðnadóttur. Við rifjum líka upp þá tíma þegar Birthday Sykurmolanna var smáskífa vikunnar í NME og Melody Maker í Bretlandi í sömu vikunni um þetta leiti árið 1987. Og svo rifjum við líka upp tónleika Bjarkar á Roskilde Festival sumarið 2007 - heyrum þrjú lög með henni þaðan. En byrjum á Neil Young sem sendi frá sér fertugustu hljóðversplötuna í sumar, plötu sem átti upphaflega að koma út fyrir 45 árum árum síðan, en var semsagt að koma út núna. Hún heitir Homegrown og Neil segir sjálfur að hún sé týndi hlekkurinn milli Harvest, Comes a time og Harvest moon.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV