Of Monsters and Men, lífið og tilveran og nýja platan - a podcast by RÚV

from 2019-10-20T16:05

:: ::

Hljómsveitin Of Monsters And Men er ein allra þekkasta og stærsta hljómsveit sem Ísland hefur alið af sér. Sveitin varð til fyrir tæpum áratug, sigraði í Músíktilraunum 2010, sló fljótlega í gegn með laginu Little talks og hefur síðan verið á ferðalögum um heiminn að spila fyrir fólk. Of Monsters And Men hefur túrað heiminn þveran og endilangan nokkrum sinnum. Sveitin sendi nýlega frá sér þriðju stóru plötuna; Fever Dream, sem náði inn á topp 10 í Bandaríkjunum alveg eins og honar tvær; My head is an animal, sem kom út 2012 og Beneath the skin sem kom 2015. Sveitin er nýkomin heim úr Bandaríkjatúr og framundan er Evróputúr en í honum miðjum koma þau heim til Íslands til að spila á Iceland Airwaves laugardagskvöldið 9. Nóvember á stærstu tónleikum hátíðarinnar, í Valsheimilinu á Hlíðarenda. Strákarnir í bandinu, þeir Arnar sem trommar, bassaleikarinn Kiddi og gítarleikarinn Brynjar heimsóttu Rokkland í vikunni og það var ýmislegt rætt. Þau Nanna Bryndís og Ragnar framverðir OMAM koma líka við sögu og segja frá lögum nýju plötunnar í þættinum.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV