Phil Spector 1939-2021 - a podcast by RÚV

from 2021-01-31T16:05

:: ::

Í Rokklandi í dag ætla ég að fjalla um snillinginn og morðingjann Phil Spector sem lést 16. Janúar sl. 81 árs að aldri. Spector var búinn að sitja í fanglelsi síðan 2009 fyrir morðið á leikonunni Lönu Clarkson sem hann sagði reyndar að hefði skotið sig sjálf - óvart, á heimili sínu í Los Angeles árið 2003. Phil Spector sló í gegn aðeins 19 ár gamall með sínu fyrsta lagi; To know him is to love him. Titilinn fékk hann af legsteini pabba síns sem framdi sjálfsmorð þegar Phil var 9 ára gamall. Mamma hans var geðveik. 21 árs var hann orðinn miljónamæringur og búinn að stofna plötufyrirtæki. Það lék allt í höndunum á honum og allt sem hann snerti varð að gulli. Hann er maðurinn á bakvið „Wall of sound“ sem hann fékk með því að taka upp stórar hljómsveitir með mörgum hljóðfæraleikurum. Það var ekki óvanalegt að hann notaði 4 og 5 gítarleikara í upptökum og annað eins af píanóleikurum. Einn þeirra - Don Randi talar um Phil Spector í þættinum. Þeir voru vinir. Ég spjallaði við Randi í Rokklandi fyrir nokkrum árum. Phil Spector er maðurinn á bakvið marga stærstu smelli sjöunda og áttunda áratugarins; You?ve lost that loving feeling (The Righteous Brothers). Be my baby (The Ronettes). He?s a rebel (The Crystals). River deep, mountain high (Ike & Tina Turner). Unchained melody (The Righteous Brothers). The Long and winding road (The Beatles). Imagine (John Lennon). My Sweet Lord (George Harrison) og þannig mætti lengi telja. En smátt og smátt hætti frægðarsólin að skína á þennan mikla meistara sem hann var. Hann varð sífellt sérkennilegri í háttum - lokaði sig meira og minna inni í höllinni sinni glæsilegu í Hollywood og endaði svo lífið í fangelsi - dæmdur fyrir morð á ungri fallegri konu. Meira um Phil Spector - manninn og músíkina í Rokklandi í dag.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV