Public Service Broadcasting * Bítlar og Hyljur - a podcast by RÚV

from 2018-03-06T22:05

:: ::

The Beatles koma við sögu, hljómsvetin Public Service Broadcasting og "kóver"lög og uppruni þeirra. Einnig ný músík með "gömlum" breskum hljómsveitum eins og Simple Minds, Muse, Belle & Sebastian og Embrace. Í seinni hluta þáttarins ætla ég að segja frá skemmtilegri hljómsveit frá London sem heitir Public Service Broadcasting og er búin að senda frá sér 3 stórar plötur sem eru instrumental í grunninn en saman við músíkina sem er fjölbreytt og skemmtileg er blandað töluðu máli úr gömlum heimildamyndum frá Britist film institute. Þetta hljómar kannski ekki spennandi en það er best að hlusta sjálfur og með eyrunum. Rokkland mælir amk. með Public Service Broadcasting og öllum þeirra plötum. Og Rokkland mælir með er líka nýr playlisti á Spotify (hér fyrir neðan) sem var uppfærður og endurnýjaður á föstudaginn. Þar er eitt og annað nýtt og eldra sem Rokkland mælir með og Rokkland mælir með að þið tékkið á því og Rokkland er að safna fylgjendum að sjálfsögðu. Ég ætla líka að tala aðeins um nýlega heimildamynd um Bítlana og áhrif þeirra. Myndin heitir How the Beatles changed the world og er á Netflix. Rokkland mælir með henni. Og svo eru það Kóverlögin sem sumir kalla ábreiður eða þekjur - jafnvel hyljur! þetta eru allt hugtök sem útvarpsmenn t.d. nota dálítið. Það hefur verið vinsælt á undanförnum árum að fá hljómsveitir og listamenn í útvarpið í þeim tilgangi að fá þá til að "þekja" eitthvert lag, þ.e.a.s spila lag eftir einhvern annan höfund, aðra hljómsveit - eitthvað úr óvæntri átt og sýna þannig á sér nýja hlið. Og lagið sem hann Dagur Sigurðsson sem komst í úrslit Söngvakepninnar syngur og má heyra og sjá hérna fyrir neðan er ekxta svona lag - kóverlag. Við veltum okkur uppúr sögu "kóverlaganna" í Rokklandi í dag.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV