Robert Plant og Bruce Springsteen - a podcast by RÚV

from 2019-06-23T16:05

:: ::

Í seinni hluta þáttarins rifjum við upp sólóferil Roberts Plant söngvara Led Zeppelin vegna þess að hann er að spila í kvöld í Reykjavík, í Laugardalnum á Secret Solstice hátíðinni. En í fyrri hlutanum er það Bruce Springsteen sem var að senda frá sér enn eina plötuna. Platan sem heitir Western Stars er númer 19. í röðinni og til að gera langa sögu stutta þá er þetta fínasta plata hjá honum. Yfirbragðið er rólegt, það er ekki mikill æsingur í 69 ára gömlum Bruce, útsetningar öðruvísi en áður - strengir og brass. Robert Plant er enn að syngja og ferðast um heiminn og er enn að gera músík sem fullnægir bæði honum og aðdáendum hans tónlistarlega. Hann neitar að dvelja við forna frægð, neitar að vera alltaf að horfa í baksýnisspegilinn, heldur fram á veginn og vill gera nýtt. Nýja hluti þó svo þeir séu kannski búnir til úr gömlu. Og það er það sem hann gerir á nýjustu plötunni sinni, elleftu sólóplötunni; Carry Fire, sem kom út 2017 og hann skrifar á sig og hljómsveitina sína: The Sensasional Space Shifters. Og þar er öllu mögulegu blandað saman; rokki, enskri og bandarískri þjóðlagahefð, afríku-ryþmum og blús - svo eitthað sé nefnt.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV