Sálin Hans Jóns Míns - a podcast by RÚV

from 2018-10-14T16:05

:: ::

Sálin Hans Jóns Míns, ein allra lífseigasta og vinsælasta hljómsveit Íslenskrar tónlistarsögu kveður aðdáendur sína um næstu helgi með þrennum tónleikum í Eldborg í Hörpu. Það verða tvennir tónleikar á laudagradkvöld, klukkan 20 og 22.30. og aukatónleikar föstudaginn 19. október klukkan 19. Í þessum þætti rifjum við upp viðtal við forystusauði Sálarinnar, þá Gumma og Stebba frá því fyrir áratug þegar sveitin fagnaði 20 ára afmæli sínu með útgáfu mikils Sálar-safns sem Sena gaf þá út undir yfirskriftinni; Hvar er Daumurinn. Það voru í það heila þrjár glæsilegar afurðir sem báru allar þetta nafn; Hvar er Draumurinn. Stærstu viðhafnarútgáfunni og þreföldu hljóðdiskaútgáfunni fylgdi 92 blaðsíðna bók, fagurlega skreytt myndum og fróðleik um sögu sveitarinnar frá upphafi til þess tíma, skrifað af Stefáni Hilmarssyni. Sálin er merkileg hljómsveit, og bara það eitt að hafa verið starfandi í 30 ár er stórmerkilegt. Og þessi hljómsveit hefur afrekað svo margt, hún er búin af mikilli eljusemi og metnaði að senda frá sér helling af plötum auk þess að úti um allt fyrir fullu húsi áratugum saman. Og plötur Sálarinnar eru alls ekki ekki allar heðfbundnar smella-plötur, Sálin gerði plötu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hélt tónleika og gerði plötu með Gospelkór Reykjavíkur og samdi söngleik sem sýndur var í Borgarleikhúsinu fyrir fullu húsi mánuðum saman, svo eitthvað sé nefnt.En nú er komið að kveðjustund og af því tilefni tökum við ofan fyrir Sálinni og rifjum upp viðtal sem umsjónarmaður átti við þá Gumma og Stebba hérna í Rokklandi fyrir áratug í sitthvoru lagi. Þeir félagar segja frá áhrifvöldum sínum, frá samstarfinu sem stundum hefur verið gott en stundum ekki og margt fleira.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV