Siggi Guðmunds og Noel Gallagher - a podcast by RÚV

from 2021-06-20T16:05

:: ::

Sigurður Guðmundsson ? Siggi Hjálmur, var að senda frá sér plötu sem heitir Kappróður. Hún er fyrsta sólóplatan hans með eigin lögum og hann er gestur Rokklands í dag í seinni hlutanum eftir 5. og við heyrum nokkur lög af plötunni. Noel Gallagher, eldri Oasis bróðirinn var að senda frá sér BEST OF plötu sem fór beint á toppinn á breska vinsældalistanum þegar hún kom út ? þetta er ss. Noel Gallagher?s High Flying Birds, og platan heitir Back The Way We Came: Vol 1 (2011-2021). Noel fór með hljómsveitinni sinni í hljóðverið sitt í London fyrir skemmstu, Lone Star Studios, og tók upp nokkur lög LÆV fyrir Ríkisútvörpin í Evrópu, EBU, og þar er Rás 2 á meðal, og við fáum að heyra þessar upptökur í þættinum. Svo heyrum við líka nýja músík frá Lucy Dacus, Láru Rúnars, Árstíðum, Lights on the Highway og Bubba.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV