Torres, Krummi, Pearl Jam, Bill Withers, Hera ofl. - a podcast by RÚV

from 2020-04-05T16:05

:: ::

Það er allskonar í Rokklandi í dag. Við heyrum aðeins í Krumma Björgvins og nýju útgáfuna hans af laginu Vetrarsól sem pabbi hans gaf út fyrstur manna fyrir mörgum árum. Við heyrum nokkur lög af nýju Pearl Jam plötunni og heyrum hvað Magna Ásgeirssyni finnst um plötuna, en hann er mikill aðdáandi Pearl Jam og búinn að vera það lengi. Við heyrum líka svítuna sem Auður sendi frá sér í vikunni, fjögurra laga svíta sem heitir Ljós. Við kynnumst Bandarísku tónlistarkonunni Torres og heyrum nokkur lög af plötunni hennar sem heitir Silver Tongue og kom út fyrir skemmstu. Og við heyrum líka í Heru Hjartardóttur og nýja lagið hennar sem kom út í vikunni og heitir Awake for hours. Nýja lagið frá Hjaltalín líka og svo minnumst við Bill Withers sem lést síðasta mánudag - 81 árs að aldri.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV