Úlfur Úlfur á Eurosonic - a podcast by RÚV

from 2018-01-21T16:05

:: ::

Rokkland var á Eurosonic Festival í Groningen í vikunni sem leið. Ein af fimm íslenskum hljómsveitum sem kom fram á hátíðinni í ár var Úlfur Úlfur sem spilaði í gamla leikhúsinu Grand Theatre í hjarta borgarinnar, þar sem ýmsar íslenskar hljómsveitir hafa spilað á Eurosonic í gegnum tíðina. Hollenska útvarpið hljóðritaði tónleikana og við heyrum þá í seinni hluta þáttarins. Það verður svo meira frá Eurosonic í næsta Rokklandi eftir viku. Í fyrri hlutanum er það meiri músík - minna mas og fyrst og fremst splunkuný músík með fólki eins og David Byrne, Justin Timberlake, Nathaniel Rateliff, Bruno Mars, Joan as Policewoman, Franz Ferdinand, Simple Minds, U2, The Vaccines ofl.

Further episodes of Rokkland

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV