Ábendingalína. Mannúðarstarf. Húsfélög - a podcast by RÚV

from 2021-02-10T13:02

:: ::

Þóra Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheill: Nú eru 20 ár síðan Barnaheill settu upp ábendingasíðu þar sem fólk getur bent á óviðeigandi efni á netinu svo sem ofbeldi gegn börnum. Barnaheill eru í alþjóðlegum samtökum um ábendingalínur sem tryggja hraða úrvinnslu ábendinga, Lára Jónasdóttir: Lára hefur starfað með Læknum án Landamæra í mannúðarstarfi víða um heim, í löndum eins og Afganistan, Jemen, Suður - Súdan og víðar. Lára er nú komin heim til Íslands, í bili að minnsta kosti, og lítur yfir farin veg, lærdóminn, löndin og ástandinu þar, og lýsir menningar- og forréttindasjokkinu sem fylgir því að koma heim til Íslands. Elísa Arnarsdóttir lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu: Í undirbúningi er frumvarp um að húsfundir húsfélaga megi vera rafrænir en slíkt er ekki leyfilegt samkvæmt núgildandi lögum.

Further episodes of Samfélagið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV