Flóttafólk, geislavarnir- og mælingar, Kintsugi viðgerðir - a podcast by RÚV

from 2022-03-01T13:02

:: ::

Björg Kjartansdóttir, Sviðsstjóri fjáröflunar og kynningarmála hjá Rauða Kross Íslands: Yfir milljón manns eru á vergangi innan Úkraínu, samkvæmt nýjustu samantekt flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna. Fyrr í dag var greint frá því að yfir 660 þúsund manns hefðu flúið til annarra Evrópuríkja eftir innrásina. Mikil örtröð hefur verið við landamærastöðvar um landið allt. Rauði krossinn, eins og aðrar hjálparstofnanir eru í óða önn að reyna að ná utan um ástandið - hvernig gengur það og við hverju má búast? Geislavarnastofnanir í Evrópu fylgjast grannt með gangi mála í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Aukin geislun mældist fyrir nokkrum dögum við Chernobyl kjarnorkuverið þar sem miklar hamfarir dundu yfir árið 1986 - þessi aukning er talin hafa orðið vegna umsvifa Rússa þar. Í landinu eru nokkur kjarnorkuver og Pútín hefur aukið viðbragðið í kringum kjarnorkuvopnabúr Rússa. Við ætlum að ræða á eftir við Sigurð M. Magnússon forstjóra Geislavarna ríkisins um þessi mál. Maarit Kaipainen, nemi í umhverfis- og auðlindafræði: Uppáhalds bollinn þinn brotnar - eða það kemur gat á olnbogann á eftirlætispeysunni þinni. Hvað gerirðu? Alltof oft þýðir þetta bara að við notum þessa hluti aldrei framar - hendum þeim jafnvel - álítum þá ónýta. Það sést jú alltaf brotið ef þú límir krús saman - og það er oft erfitt að sauma göt svo vel sé. En hvað ef við hættum að hugsa um að viðgerðir megi ekki sjást? Hvað ef við förum að líta á viðgerðina sem fallega áberandi og verðmæta viðbót? Drögum athygli að henni. Aldagömul japönsk aðferð gengur einmitt út á þetta - aðferðin kallast Kintsugí - og með henni eru til dæmis brotin bollastell límd aftur saman og svo er lökkuð gylling í brotin.

Further episodes of Samfélagið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV