Gönguskíði, sjávarbyggðafræði, málfar og tjaldurinn sem kom snemma - a podcast by RÚV

from 2022-02-21T13:02

:: ::

Einar Ólafsson, gönguskíðakennari: Saga gönguskíðaíþróttarinnar á Íslandi, hvenær byrjaði fólk að nota svona skíði, hvenær, hvar og hvers vegna og hvað gerir það að verkum að þau njóta gífurlegrar vinsælda í dag? Mathias Kokorsch fagstjóri í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri Vestfjarða: Sjávarbyggðafræði er ný námsleið á meistarastigi hjá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði en fyrstu nemendurnir útskrifuðust í fyrra. Nú sérstaklega þegar þættirnir Verbúðin hafa vakið athygli á sjávarþorpum landsins er tilvalið að halda í Háskólasetrið og forvitnast aðeins um þessa nýju námsleið. Málfarsmínúta Böðvar Þórisson, hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi: Nýlega voru fluttar fréttir af nýju farflugsmeti, en tjaldur sem hafði vetursetu á Ermasundseyjum við England var kominn í Kjós nú á miðvikudaginn, 16. febrúar, en það er ekki vitað til þess að íslenskur landfugl sem sannarlega dvaldist erlendis yfir vetur hafi sést svo snemma á Íslandi.

Further episodes of Samfélagið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV