Heimilislækningar, uppljóstranagátt, málfar og vísindaspjall með Eddu - a podcast by RÚV

from 2021-10-06T13:02

:: ::

Við ætlum að tala um heimilislækningar í þætti dagsins því nú hafa þær jákvæðu fréttir borist að aldrei hafi fleiri stundað sérgreinanám í heimilislækningum. Margrét Ólafía Tómasdóttir er heimilislæknir og á sæti í stjórn félags heimilislækna. Hún ætlar að tala við okkur um fagið, skort á heimilislæknum og þróun heimilislækninga. KSÍ málið og fleiri sambærileg mál hafa beint sjónum okkar að því að mögulega skorti almennilegt utanumhald og vel skilgreind ferli sem umkvartanir, ásakanir og ábendingar fara í; hvort sem er innan stjórnsýslunnar, einkageirans eða á öðrum vettvangi. Vandinn hefur verið sá að oft daga svona mál uppi og þolendur hafa því oft fundið sig knúna til að opinbera hluti á samfélagsmiðlum. En hvernig á að tryggja vernd, friðhelgi og sjá til þess að mál séu sannarlega kláruð á réttan og löglegan hátt? Við setjumst niður með með Einari Bergmundi Þorgerðarsyni Bóassyni, hugbúnaðarsérfræðingi sem hefur skoðað bæði lög, ferla og kerfi sem taka á svona aðstæðum hér heima og erlendis. Edda Olgudóttir spjallar við okkur um vísindi og við fáum eins og eina málfarsmínútu frá Önnu Sigríði Þráinsdóttur.

Further episodes of Samfélagið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV