Huldufólk, plantað fyrir menntun, málfar og bláuggatúnfiskur - a podcast by RÚV

from 2021-12-06T13:02

:: ::

Helga Lára Þorsteinsdóttir kom í heimsókn með brot úr gömlum þætti, nánar tiltekið Margrét frá Öxnafelli 1908-1989 úr þættinum Efst á baugi. Við heyrum í Margréti frá Öxnafelli sem var skyggn og lýsir hún í þættinum, sem er frá 30. Desember 1960 eða fyrir rúmlega 60 árum, huldufólki og álfum. Guðný Nielsen, verkfræðingur og ein af stofnendum SoGreen: SoGreen verkefnið gerir fyrirtækjum kleift að kolefnisjafna, ekki með því að planta trjám, heldur með því að styðja við menntun stúlkna. Aðstandendur verkefnisins hafa búið til reiknilíkan sem reiknar út hversu mikinn útblástur er hægt að koma í veg fyrir til ársins 2050 með því að tryggja menntun stúlkna í fátækari löndum. Málfarsmínúta Guðmundur J Óskarsson sviðstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar: Bláuggatúnfiskur er stór fiskur og þykir lostæti. Hann finnst við Íslandsstrendur og er veiddur, ekki af Íslendingum þó þó kvóti sé í boði, heldur aðallega af japönum sem leggja mikið á sig til að ná í þennna eftirsótta fisk.

Further episodes of Samfélagið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV