Líffræðiráðstefnan 2021 - a podcast by RÚV

from 2021-10-15T13:02

:: ::

Samfélagið sendir út frá Líffræðiráðstefnunni 2021. Helena Gylfadóttir er líffræðinemi og formaður Haxa, hagsmunafélags líffræðinema. Hún sat í skipulagsnefnd fyrir ráðstefnuna. Helena segir frá ráðstefnunni, mikilvægi hennar, fjölbreytni, fyrirlesurum en líka frá líffræðináminu í dag og örlítið um sinn áhuga og viðfangsefni. Salvör Rafnsdóttir, er læknir og doktorsnema í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. Hún skoðar í sínu doktorsverkefni áhrif kælingar á fólk og hvers konar ferli fer af stað í frumum mannslíkamans við kælingu. Þóra Ellen Þórhallsdóttir er prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands og ein öndvegisfyrirlesara líffræðiráðstefnunnar. Á ráðstefnunni fjallar hún um rannsóknir sínar á birkiskóginum á Skeiðarársandi, um breytingar á vistkerfinu þar og hvernig er hægt að draga lærdóm af þróuninni. Þá fjallar hún um breytingar sem hafa orðið í á umhverfi og náttúru í hennar kennslutíð og alfarlegar afleiðingar breytinganna. Albína Huld Pálsdóttir er dýrabeinafornleifafræðingur og hefur rannsakað uppruna og erfðir íslensku sauðkindarinnar. Hún fjallar um erfðarannsóknir á gömlum kindabeinum og hvað þær geta sagt okkur. Jónas Páll Jónasson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, hefur rannsakað atferli humra með því að merkja þá með hljóðmerkjum sem var svo hægt að hlusta á með hlustunarduflum. Jónas segir frá framkvæmd verkefnisins og hvers rannsakendur urðu vísari.

Further episodes of Samfélagið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV