Nýr forstjóri Landspítala, kommentakerfin, áhrif hönnunar á vind - a podcast by RÚV

from 2022-02-08T13:02

:: ::

Runólfur Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Landspítala, til fimm ára, og tekur til starfa1. mars. Runólfur hefur verið einn þeirra sem er í forsvari fyrir covid göngudeildina, er einnig pró­fessor við Háskóla Íslands og vara­for­seti lækna­deildar Háskóla Íslands - sérfræðiréttindi hans eru í lyf­lækn­ingum og nýrna­lækn­ingum. Runólfur lítur til okkar eftir skamma stund og við ræðum um það sem framundan er, en Landspítalinn stendur frammi fyrir mörgum áskorunum eins og heyra má í fréttum, og það er spurning hvernig nýji forstjórinn ætlar að takast á við þær. Tinni Sveinnson ritstjori visi.is og Þorsteinn Ásgrímsson Melén, aðstoðarfréttastjóri mbl.is: Kommentakerfin, þau er umdeild, enda oft margt miður fallegt sem þar fer oft fram. En eru þau líka gagnleg, hvaða tilgangi þjóna þau, skapa þau góðan vettvang fyrir samfélagsumræðu? Kommentakerfin fara mikin helst undir fréttum af vefmiðlum, og við ætlum að ræða við forsvara tveggja vefmiðla og sjá hvað augum þau líta kommentakerfinu. Páll Líndal umhverfissálfræðingur fjallar svo um vind í sínum pistli.

Further episodes of Samfélagið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV