Nýsköpun, viðhorf til mannúðaraðstoðar og erlend málefni - a podcast by RÚV

from 2020-12-01T13:05

:: ::

Aðalheiður Hreinsdóttir, frumkvöðull: Fyrirtæki Aðalheiðar LearnCove hlaut nýsköpunarverðlaun Arctic Future Challenge á dögunum, þar er um að ræða hugbúnaðarlausn í kennslu sem gagnast bæði kennurum og nemendum. Geir Gunnlaugsson prófessor í hnattrænni heilsu og Elín Broddadóttir aðstoðarmaður við rannsóknir hjá HR: Viðhorf Íslendinga til mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Nýverið birtist rannsókn á þessu, en þar kemur fram að um fjórðungur Íslendinga hafði neikvætt viðhorf til þess þegar íslensk stjórnvöld settu þróunaraðstoð til vestur - Afríku vegna ebólufaraldurs sem þar geisaði. Friðrik Páll Jónsson: Frönsk stjórnvöld létu í gær undan þrýstingi almennings og fjölmiðla og ákváðu að umdeild grein í frumvarpi um öryggis- og lögreglumál skyldi endursamin. Helstu fjölmiðlar Frakklands höfðu harðlega gagnrýnt 24.grein laganna og krafist þess að hún yrði tekin út, og tugir þúsunda manna mótmæltu lögunum og lögregluofbeldi á útifundum á laugardag

Further episodes of Samfélagið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV