Reykjanes skelfur, umhverfishegðun og svifryk - a podcast by RÚV

from 2021-09-30T13:02

:: ::

Margir urðu varir við jarðskjálfta í nótt. Skjálftinn mældist 3,7 og varð milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi skömmu fyrir klukkan tvö. Mörg hundruð skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti og í gær voru þeir 700. Flestir litlir en nokkrir um og yfir 3 að stærð. Þessi aukna skjálftavirkni kemur í kjölfarið á miklum jarðhræringum á Reykjanesi, allt frá því að land tók að rísa við fjallið Þorbjörn og jörð að skjálfa. Sú atburðarás leiddi svo af sér eldgos í Geldingadölum sem stendur enn - því hefur að minnsta kosti ekki verið aflýst þó virknin hafi dottið niður. Er að byrja nýr kafli í því gosi? Eða er líklegt að gjósi nær Keili? Nær höfuðborgarsvæðinu jafnvel? Eða er ekkert frekara gos í vændum? Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur situr fyrir svörum í Samfélaginu. Við setjumst niður með Áróru Árnadóttur. Hún varði í gær doktorsritgerð sína um umhverfislega mikilvæga hegðun. Við vitum að vegna hegðunar okkar mannfólksins fer hættulega mikið magn gróðurhúsaloftegunda út í andrúmsloftið - og við ofnýtum auðlindir jarðarinnar. Áróra kannar í því samhengi hvernig borgarform hefur áhrif á hegðun. Ýtir til dæmis höfuðborgarsvæðið okkur til umhverfisvænni hegðunnar? Eða eru það viðhorf okkar sjálfra sem gera það? Áróra kannar sérstaklega hvernig við ferðumst og hvaða hvatar, réttlætingar og drifkraftar liggja þar að baki. Hvers vegna ferðumst við eins og við ferðumst? Emilía Borgþórsdóttir kemur svo til okkar í umhverfisspjall. Og það er blessað svifrykið sem er á málaskránni hennar í dag.

Further episodes of Samfélagið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV