Skrif- og lesblinda Bubba og fleiri, grannaheimsókn og pistill um umhv - a podcast by RÚV

from 2020-12-07T13:05

:: ::

Heiða María Sigurðardóttir dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, doktor í taugavísindum og ein forsvarsmanna Rannsóknamiðstöðvar um sjónskynjun: Hvað er les- og skrifblinda? Hvers vegna hrjáir það fólk og er eðlilegt að það verði fyrir aðkasti vegna þess? Nýverið gaf Bubbi Morthens út textaverk sem hann kallar: Veggur hinna skrifblindu, en þar má sjá búta úr glósubók sem hann samdi marga af sínum frægustu textum í. Mikið er um stafsetningarvillur í textunum, enda Bubbi les- og skrifblindur, en hann segist ekki skammast sín lengur fyrir það og því fái allar villur að standa óbreyttar. Heiða útskýrir hvernig slík blinda virkar og hvort hún segi til um getu fólks á einhverju öðru sviði. Elín Agla Briem: Grannaheimsókn. Elín flutti nýlega úr strandasýslu til reykjavíkur, úr gamla kaupfélagshúsinu í norðurfirði, og í gömlu hverfisbúðina í skjólunum í vesturbæ. Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur flytur pistil um áhrif umhverfis á fólk og líðan þess.

Further episodes of Samfélagið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV