Traust til plastendurvinnslu, póstsendingar, málfar og jól fortíðar - a podcast by RÚV

from 2021-12-20T13:02

:: ::

Karl Eðvaldsson, varaformaður FENÚR og forstjóri ReSource International :Fagráð um endurnýtingu og úrgang - FENÚR - hafa lýst yfir áhyggjum af því að neytendur missi tiltrú á flokkunar- og sorpkerfinu vegna frétta um að íslenskt plast finnist óunnið í vöruskemmu í Svíþjóð. Við ræðum við Sigríði Heiðar forstöðumann sölusviðs hjá Póstinum og Kristínu Ingu Jónsdóttur, forstöðumanni markaðsdeildar en mikið álag hefur verið á alla póstþjónustu á Íslandi því aldrei hafa fleiri pakkasendingar verið póstlagðar. Við heyrum orð eins og pósbox og pakkaport sem eru notuð í auknum mæli til að hægt sé að taka á móti þessu mikla magni af bögglum. Á sama tíma og póstsendingum fjölgar hafa nettröllin og svikhrappar farið á stjá og senda fólki svikatölvupósta um pakkasendingar. Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir safni RÚV kemur færandi hendi með gersamir úr safninu. Við hlýðum á innslag úr Fréttaaukanum sem var flutt árið 1949. Þar segir fréttamaðurinn Margrét Indriðadóttir almennt frá jólaundirbúningi og fer síðan á vettvang í miðbæ Reykjavíkur. Hún lýsir jólaösinni í Reykjavík og talar við bóksala; ungan 11 ára vegfarenda og húsmóður í jólainnkaupum.

Further episodes of Samfélagið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV