Sérfræðingurinn Fríða Rún - næringarfræði - a podcast by RÚV

from 2021-03-18T12:00

:: ::

Í þetta sinn var sérfræðingur Mannlega þáttarins Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur. Öll þurfum við að borða og næra okkur, samt er svo merkilegt að við látum ekki endilega það ofan í okkur sem er best fyrir okkur. Og stundum jafnvel það sem við vitum að er alls ekki gott fyrir okkur og líkamann, en samt gerum við það. Við festumst gjarnan í mynstri sem er erfitt að komast útúr. Gylliboð og kraftaverkakúrar sem lofa öllu fögru eru við hvert fótmál. Því var forvitnilegt að fræðast með Fríðu Rún um næringu og mataræði í þættinum í dag og í seinni hlutanum gerði Fríða sitt besta til að svara spurningum hlustenda sem hafa borist okkur í netfang þáttarins, mannlegi@ruv.is. Þær spurningar sem hún náði ekki að svara ætlar hún að svara við fyrsta tækifæri á www.heilsutorg.is

Further episodes of Sérfræðingurinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV