#0035 Rut Kára - a podcast by Hljóðkirkjan

from 2021-01-14T00:01

:: ::

S01E35


 – Rut Kára er innanhússarkitekt Íslands. Hún lærði á Ítalíu og átti góð ár þar bæði í náminu og eftir það. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíudvölinni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum um aðalsborið konungsfólk. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Hún hefur ótrúlegt auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og auðvitað litum. Svo gott auga að litapalletta okkar allra hefur hreinlega breyst á þeim áratugum sem hún hefur starfað. Rut er Húsvíkingur, systir bekkjarbróður míns og skyld mér í fjórða ættlið. Og samt þekktumst við nákvæmlega ekki neitt. Merkilegur andskoti.


Gott spjall.


 – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er El Volcan: https://reykjavikroasters.is/shop/el-volcan


 – FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is – gildir ekki með pakkadílum og öðrum afsláttartilboðum


 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

Further episodes of Snæbjörn talar við fólk

Further podcasts by Hljóðkirkjan

Website of Hljóðkirkjan