#0042 Gísli Marteinn - a podcast by Hljóðkirkjan

from 2021-03-04T00:22:11

:: ::

S01E42


 – Gísla Martein þarf vart að kynna. Hann hefur lengi verið á sjónvarpsskjám landsmanna í einni mynd eða annarri og flestir hafa líklega einhverja skoðun á honum. En hver er Gísli raunverulega? Hann bjó í Breiðholtinu í 27 ár, er Edduverðlaunahafi, fyrrum flugfreyja og með háskólamenntun í borgum. Margir tengja Gísla við bíllausan lífsstíl, en hann taldi þó niður dagana í það að hann fengi bílpróf eins og svo margir aðrir. Í dag er hann hluthafi í Kaffi Vest, þáttastjórnandi í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV og mikill áhugamaður um fólk af öllum stærðum og gerðum. En jafnvel eftir að hafa farið í árs nám við Harvard og að stjórna einum vinsælasta þætti Íslands í dag er Gísli alltaf að leita leiða til að gera eitthvað stærra og betra, af sinni einstöku ástríðu og gleði sem skín í gegn í þessu kaffiboði.


 


Gott spjall.


 


 


 – Reykjavík Roasters býður upp á STVF.


Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko


 


 – Sómi býður upp á STVF.


Á brauðinu er þykkt lag af jalapeno hummus: https://somi.is/vorur/hummus-med-jalapeno/


 


 


 – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

Further episodes of Snæbjörn talar við fólk

Further podcasts by Hljóðkirkjan

Website of Hljóðkirkjan