22.07.2018 - a podcast by RÚV

from 2018-07-22T12:40

:: ::

Halla Tómasdóttir er flutt til New York með fjölskyldu sinni og er orðin forstjóri alþjóðlegu samtakanna B-Team. Hún kom í Sunnudagssögur og ræddi um nýtt starf og markmið þessara merkilegu samtaka. Hún gerði upp forsetakosningarnar árið 2016 og sagði frá því augnabliki þegar hún mældist með 1% fylgi einum og hálfum mánuði fyrir kosningar og endaði með tæplega 28% fylgi, næst mesta fylgið á eftir Guðna Th. Jóhannessyni. Halla ræddi einnig upplifun sína sem móður og athafnkonu í íslensku viðskiptalífi árin fyrir efnahagshrunið. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður og fyrirliði Breiðabliks í Pepsídeildinni var annar gestur þáttarins. Þar ræddi hann æsku sína og uppvöxt, sérkennilegan áhuga sinn fyrir Sovíetríkjunum þegar hann var sjö ára, baráttu sína við brennivínið og þegar hann tók ákvörðun 19 ára að hætta að drekka og hefur ekki drukkið síðan. Hann sagði einnig frá erfiðum foreldra-og bróðurmissi og hvernig hann langaði að verða betri maður. Í kjölfar ítrekaðra áfalla ákvað hann að hætta að blóta og segir það bestu ákvörðun sem hann hafi tekið. Umsjón: Helga Arnardóttir

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV