Anna Kristjáns og John Snorri - a podcast by RÚV

from 2018-02-11T13:40

:: ::

Anna Kristjánsdóttir er íslendingum að góðu kunn en Anna lauk aðgerðarferli til leiðréttingar á kyni í Svíþjóð árið 1995 og vakti mikla athygli hjá þjóðinni enda ekki margir sem höfðu fetað þessa slóð á undan Önnu. Hún sagði frá uppvextinum í Reykjavík og Mosfellssveit, en Anna kemur úr stórri fjölskyldu sem bjó við þröngan kost svo hún þurfti að fara á fósturheimili í nokkur ár. Hún sagði frá sjómennskunni, hjónabandinu sem lauk með skilnaði en gaf af sér þrjú börn. Anna er sátt í dag starfar hjá Veitum og hefur gert síðan hún kom heim frá Svíþjóð. John Snorri Sigurjónsson sagði frá uppvextinum bæði í Mosfellssveit og síðar Ölfusi. Hann fór í Vélskólann, síðar fór hann sem skiptinemi til Bandaríkjanna og hefur líka lokið námi í viðskiptafræði frá Bifröst. Hann sagði frá viðskiptum sem hann stundaði í mörg ár sem gekk vel alveg fram að hruni en þá tapaði John Snorri nánast öllu í einu vetvangi auk þess að skulda heilmikið. Hann sagði frá fjölskyldunni en hann á sex börn, fjallgönguáhuganum en John komst á toppinn á K2 á síðasta ári sem telst mikið afrek. Í dag starfar hann m.a. sem fyrirlesari þar sem hann segir ferðasögur og því hvernig maður setur sér markmið og reynir að uppfylla þau m.a. með réttu hugarfari.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV