Ásdís Halla og Einar Mantyla - a podcast by RÚV

from 2018-12-16T12:40

:: ::

Ásdís Halla Bragadóttir sagði frá uppvextinum í Reykjavík, Ólafsvík, Akranesi Svíþjóð og víðar. Hún ræddi fjölskylduna, námsferilinn, íþróttaiðkun og ýmislegt fleira úr æsku. Hún sagði frá blaðamannaferli á morgunblaði eftir nám í stjórnmálafræði, starfi sem aðstoðarmaður ráðherra og framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Hún sagði frá bæjarstjórastarfinu í Garðabæ, framkvæmdastjórastöðunni hjá Byko og nú síðast hjá Sinnum, Klínikinni og Hótel Íslandi. Hún ræddi bækurnar sem hún hefur skrifað um sig og fjölskyldu sína, hversu mikil áhrif skrifin höfðu á hana og fjölskylduna og hvaða áhrif þessi vinna öll hefur haft í jákvæða átt. Einar Mantyla sagði frá uppvextinum í Helsinki í Finnlandi, árunum í Melaskóla þegar hann lagði hart að sér til að læra íslensku til að falla vel inn í vinahópinn. Hann sagði frá sveitninni í Borgarfirði, hvernig hann endaði yfirleitt á þeim stöðum sem hann alls ekki ætlaði, nám í líffræði, búseta í Svíþjóð og Þýskalandi, störfum tengdum náminu og nú síðast Auðnu Tæknitorgi. Hann ræddi líka um fjölskylduna og tónlistana sem honum finnst ómissandi þáttur í tilverunni.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV