Ásta Sigríður Fjeldsted og Ólafur Egill Egilsson - a podcast by RÚV

from 2018-04-22T12:40

:: ::

Ásta Sigríður Fjeldsted sagði frá uppvextinum í Breiðholtinu, Ölduselsskóla og Menntaskólanum í Reykjavík. Hún sagði frá því þegar hún ákvað að taka hlé frá verkfræðinámi og halda til Frakklands en Ásta hefur dvalið meira og minna í útlöndum síðustu 15 árin en er nú komin heim og stýrir Viðskiptaráði Íslands. Ólafur Egill Egilsson sagði frá uppvextinum í Reykjavík, árunum í Austurbæjarskóla og síðar Menntaskólanum í Reykjavík. Hann fór svo í leiklistarskólann og hefur leikið hér og þar en starfar nú aðallega sem leikstjóri og handritshöfundur auk þess að vera handritaráðgjafi í hálfu starfi hjá ruv.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV