Frumkvöðlarnir Einar og Sesselja á Kaffi Kú. Hringt um landið. - a podcast by RÚV

from 2020-06-21T12:40

:: ::

Einar Örn Aðalsteinsson og Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir voru gestir í Sunnudagssögum. Einar sagði frá uppvexti sínum inni í Eyjafjarðarsveit og Sesselja sagði frá sínum uppvexti á Sauðárkróki. Þau rifjuðu upp þegar þau kynntust og hvernig hugmyndin spratt upp að hafa kaffihús á æskuslóðum Einars, sem síðan þróaðist í Kaffi Kú. Einar og Sesselja sögðu einnig frá heilkenni yngstu dóttur þeirra og þeim áskorunum sem því fylgir. Að lokum ræddu þau frumkvöðlastarfsemi á Norðurlandi og áform þeirra um að reisa heilsulind í Eyjafjarðarsveit þar sem hægt verður að fara í mjólkurböð. Einar og Sesselja voru gestir í fyrri hluta þáttarins. Í seinni hluta þáttarins var hringt um landið. Hringt var í Hörpu Hlín Jónsdóttur sem er einn af forsvarmönnum Ferðafélagsins Trölla á Ólafsfirði. Hún sagði frá upplifun sinni af jarðskjálftunum og spjallaði um hvernig þeir hafa áhrif á ferðir Ferðafélagsins Trölla. Auk þess var hringt í Davíð Arnar Rúnarsson landvörð í Dyrhólaey sem var á eftirlitsferð um svæðið enda mikið hvassviðri. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV