Gói Karls og Anna ljósa - a podcast by RÚV

from 2018-10-21T12:40

:: ::

Guðjón Davíð Karlsson sagði frá uppvextinum í 101 Reykjavík, árunum í Austurbæjarskóla og síðar Kvennó. Hann sagði frá áhuganum á leiklist sem kviknaði snemma og því hversu frábært er að fá að starfa við það sem maður elskar. Hann sagði frá erfiðu einelti sem hann varð fyrir, og hversu mikið mein þetta er á samfélaginu okkar sem þyrfti að uppræta. Hann talaði um fjölskylduna, áhugamálin, helstu hlutverkin og ýmislegt fleira áhugavert. Anna Eðvaldsdóttir eða Anna ljósa sagði frá uppvextinum í Túnunum í Reykjavík, íþróttaáhuganum en hún æfði fót - og handbolta með Val um árabil. Hún sagði frá árunum í fjölbraut í Breiðholti, hjúkrunarnáminu og síðar ljósmóðurnámi en Anna hefur tekið á móti 1500 börnum og hefur nú tekið saman ráðin sín og sett í bók. Hún ræddi líka fjölskylduna og áhugamálin.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV