Katrín Björgvinsdóttir og Oddur Júlíusson - a podcast by RÚV

from 2019-07-21T12:40

:: ::

Katrín Björgvinsdóttir ólst upp í Hafnarfirðinum og Kópavogi en lítur á sig sem Reykvíking. Hún upplifði sig utan gátta í skóla, lýsir sér sem lúða sem spilaði Hættuspil með vinkonum sínum en fann sig í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hún ákvað að verða leikstjóri. Það lá alltaf vel fyrir henni sem barn að stýra leikjum og segja sögur. Hún er búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún hefur verið að fá stjörnudóma fyrir leikstjórn, en samhliða því starfi sér hún um að þrífa heima hjá gamalli konu sem hún lítur á sem dönsku ömmu sína. Oddur Júlíusson er mikill ömmustrákur og ljúfmenni. Hann hefur starfað sem fastráðinn leikari í Þjóðleikhúsinu um árabil pg hann leitar uppi krefjandi verkefni þar sem hann fær að sýna á sér óvæntar hliðar. Hann leikur í Ráðherranum sem verður á dagskrá RÚV næsta haust og mun taka við hlutverki Birkis Borkasonar í leikhúsinu þegar líður á sumar.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV