Lóa Pind Aldísardóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Guðrún Ingvarsdóttir - a podcast by RÚV

from 2019-03-03T12:40

:: ::

Lóa Pind sagði frá lífi sínu og starfi og því þegar hún strax á unga aldri var ákveðin í að verða blaðamaður. Hún sagði frá ársdvöld í Bretlandi og síðar námi í Frakklandi og Bretlandi. Hún var einstæð móðir en náði þó að klára sig vel í náminu og fékk svo fjöldbreytt störf í blaðamennsku þegar heim var komið. Hún söðlaði um eftir margra ára starf í blaðamennsku og fór í fréttamennsku á Stöð 2 og þaðan í þáttagerð og starfar núna stjálfstætt í þeim geira. Hún sagði frá fjögurra þátta röð sem ber yfirskriftina Viltu í alvörunni deyja sem er hennar nýjasta verkefni þar sem fjallað er um sjálfsvíg og sjóninni beint að fólkinu sem situr eftir þegar ástvinir svipta sig lífi. Sigurþóra Bergsdóttir kom svo inn í viðtalið en hún er ein þeirra sem kemur við sögu í þáttunum en sonur hennar Bergur Snær svipti sig lífi fyrir rétt tæpum þremur árum. Sigurþóra er í forsvari fyrir Bergið sem er úrræði fyrir ungt fólk í vanda en sjóður sem var stofnaður í nafni sonar hennar mun nýtast til að styrkja þetta verkefni. Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri framkvæmdarsýslu ríkisins sagði sína sögu í þættinum, dvöl í Finnlandi með foreldrum og síðar í námi en Guðrún er menntaður arkitekt. Hún sagði frá verkefnum sem hún hefur fengist við sem arkitekt, árunum eftir hrun sem voru gríðarlega erfið í starfstétt arkitekta. Hún sagði frá áhugamálum og fjölskyldu og núverandi starfi sem forstjóri framkvæmdarsýslu ríkisins.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV