Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason - a podcast by RÚV

from 2018-07-01T12:40

:: ::

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri sagði frá uppvextinum í smáíðbúðahverfinu í Reykjavík, árunum í Versló, au pair starfi í Ameríku og síðar námsárunum þar. Hún sagði frá því hvernig hún fór að starfa í pólítikinni sem aðstoðarmaður ráðherra og síðar borgarfulltrúi. Í dag starfar Þorbjörg hjá eigin fyrirtæki sem heitir Trappa. Hún sagði frá því að hún væri allltaf með hugann við skólamál og hvernig við værum að keyra menntakerfið og við það starfar hún í dag. Sigurður Helgi Pálmason sagði frá uppvextinum í Garðabæ, áhuganum á safnaralífinu sem byrjaði þegar hann var mjög ungur. Hann sagði frá árunum sem hann starfaði í fiski og þegar hann fór á sjóinn, árunum sem flugþjónn en þar fékk hann tækifæri til að ferðast um framandi lönd. Hann sagði frá söngnum og starfinu sínu hjá myntsafni Seðlabankans og verkefninu framundan sem eru þættir sem sýndir verða á ruv og fjalla um líf safnara.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV