Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Eldflaugarskot. Leyndardómar Hlíðarfjall - a podcast by RÚV

from 2020-08-16T12:40

:: ::

Sunnudagsgesturinn að þessu sinni var Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hann sagði meðal annars frá „Akureyrarsóninum“ en það var hann sem hóf umræðuna um hljóðið dularfulla á Facebooksíðu sinni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og málið verið eitt það umtalaðasta í vikunni. Þorvaldur sagði einnig frá störfum sínum við sinfóníuhljómsveitina og þeim tækifærum sem hljómsveitinni hafa opnast við það að taka upp kvikmyndatónlist. Í þættinum var einnig hringt á Langanes og forvitnast um eldflaugina sem skotið var upp þennan morgun. Rætt var við Auði Lóu Guðnadóttur, safnvörð í Sauðaneshúsi á Langanesi, og Þorstein Ægi sem er formaður björgunarsveitarinnar Hafliða. Leyndardómar Hlíðarfjalls voru einnig til umræðu í þættinum en það er Brynjar Karl Óttarsson sem sagði frá hlaðvarpsþáttum sem fjalla um stríðsminjar í Hlíðarfjalli.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV