Óskar Guðmundsson og Linda Ásdísardóttir - a podcast by RÚV

from 2018-05-06T12:40

:: ::

Óskar Guðmundsson rithöfundur, og sjóntækjafræðingur sagði sögur úr Garðabæ, Stuttgart og Reykjavík. Hann sagði frá listsköpun sinni en Óskar hefur teiknað frá unga aldri og haldið eina málverkasýningu. Hann sagði frá því þegar hann ákvað að hætta að skrifa bara fyrir skúffuna og hvernig hann vann markvissta að skrifum fyrstu skáldsögunnar Hilmu sem kom út árið 2015. Nú hefur önnur bók litið dagsins ljós en hún heitir Blóðengill. Linda Ásdísardóttir sagði frá uppvexti í Hafnarfirði og því þegar hún fór að heiman sextán ára gömul á vertíð austur á Höfn. Erfiðar heimilisaðstæður gerðu það að verkum að hún kaus að flytja að heiman svona ung. Hún hefur ferðast víða, starfað í Noregi og Svíþjóð en flutti svo heim til Íslands fyrir 23 árum síðan og hefur búið á Eyrabakka síðan og starfar nú sem safnvörður á byggðasafni Árnesinga.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV