Óskar Jónasson leikstjóri og Marta María Jónasdóttir ritsjóri - a podcast by RÚV

from 2019-03-10T12:40

:: ::

Óskar Jónasson sagði frá uppvextinum í bústaðahverfinu, árunum í Réttó, pönkinu og ýmsu fleiru. Hann sagði frá sveitadvöl, ferðalögunum með foreldrunum en hann ferðaðist víða með þeim auk þess að vera í sveit á sumrin. Hann sagði frá náminu í myndlistarskólanum, seinna kvikmyndargerðarnámi í Englandi en síðan hann kom heim úr námi hefur hann fengist við ótrúlega fjölbreytt verkefni, 5 bíómyndir í fullri lengd, stuttmyndir, sjónvarpsseríur og ýmislegt fleira. Óskar er leikstjóri nýrrar þáttaraðar sem verður sýnd á ruv og heitir Hvað höfum við gert en þar er fjalla um loftslagsmál á mannamáli. Hann ræddi umhverfismálin út frá sínu sjónarhorni og taldi að við getum ýmislegt gert til að bæta úr meðal annars með því að minnka neysluna. Marta María Jónasdóttir sagði frá uppvextinum í Árbænum, vinkonuhópnum, fjölskyldunni og ýmsu fleiru. Hún sagði frá árunum í Fjölbraut í Breiðholti en þar komst hún i tengsl við búningagerð og þar með var grunnurinn lagður að því sem hún fæst við í dag. Hún fór svo að vinna í verslun, byrjaði svo sem blaðamaður og hefur starfað bæði við tímarit og dagblöð. Hún er í dag ristjóri Smartlands en hún segist verða áhugsöm um fólk og telur sig heppna að geta starfað við áhugamálið.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV