Pawel Bartoszek og Sassa Eyþórdóttir - a podcast by RÚV

from 2018-09-02T12:40

:: ::

Pawel Bartoszek sagði frá uppvextinum í Póllandi en hann var átta ára gamall þegar hann flutti til Íslands með fjölskyldunni. Hann sagði frá árunum í Melaskóla, Hagaskóla og MR, stærfræðiáhuganum, skákinni og ýmsu fleiru. Hann sagði frá háskólanámi í stærðfræði, kennslu í HR, starfinu í stjórnlagaráði og áhuganum á Pólitík sem kveiknaði snemma. Hann ræddi þingmennsku, Viðreisn og núverandi starfi sem borgarfulltrúi Viðreisnar, áhugamál fjölskyldu og ýmislegt fleira. Sassa Eyþórsdóttir sagði frá uppvextinum í Reykjavík, dvölinni í New York, árunum í MH, náminu í iðjuþjálfun, búsetu fjölskyldunnar á Spáni, heimsreisu og starfinu sínu sem iðjuþjálfi bæði á Reykjalundi, Bugl og nú í Hagaskóla. Hún ræddi líka þá lífsreynslu að greinast með krabbamein og það tvisvar og því hvernig forgangsröðun breyttist þegar maður veikist alvarlega.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV